

Í sólinni
er bærinn
hvítur,
grænn &
fjólublár
eins og þjóðfáni
framandi ríkis.
Sólhvítar breiður
af ilmandi smára
sem döggin hefur kysst
síðan í morgun.
Iðjagrænar
standa aspirnar,
dansmeyjar
með armana teygða
til himna.
Höfug hnígur anganin
um bæinn
og veiðir sálir vegfarenda.
Í brekkunni
stendur lúpínan
og glottir við tönn.
er bærinn
hvítur,
grænn &
fjólublár
eins og þjóðfáni
framandi ríkis.
Sólhvítar breiður
af ilmandi smára
sem döggin hefur kysst
síðan í morgun.
Iðjagrænar
standa aspirnar,
dansmeyjar
með armana teygða
til himna.
Höfug hnígur anganin
um bæinn
og veiðir sálir vegfarenda.
Í brekkunni
stendur lúpínan
og glottir við tönn.