

Þar sem dimmgrænir skuggarnir dansa
í djúpinu handan ljóssins;
þar sem stjörnuþokurnar syngja
sindrandi hljóma;
þar sem angan þín liggur í loftinu
og lostheitur blærinn strýkur hár mit;
þar mun ég bíða þín,
uns heimur rennur sitt skeið.
í djúpinu handan ljóssins;
þar sem stjörnuþokurnar syngja
sindrandi hljóma;
þar sem angan þín liggur í loftinu
og lostheitur blærinn strýkur hár mit;
þar mun ég bíða þín,
uns heimur rennur sitt skeið.