Súgur
I

Hryglur í höfgu gnauði
-hljóðin í eyrum mínum
dynkir á dauðu gleri

dropar á þyljum.

Doði í gömlum draumum
draugar í hverju horni.
Sefur í hússins sálu
söngur frá vori

-söngur frá liðnu vori.


II

Í dýpsta hluta huga míns er kæti
sem heldur að hún
kunni að þrá og sakna.

Í leyndum kima mykrar sálar minnar er minning sem að stundum
fær að vakna.


III

Læðist milli þilja þögull vindur
-þytur undan hvítri hurð að nóttu-
Hringar sig sig um höfga fingur mína
heldur mér með döpru hvísli sínu


IV

(Ljúfur vindur í laufi trés
lindarniður á hljóðum degi
hönd þín hári mínu)

 
Sigurður Ingólfsson
1966 - ...
Úr bókinni Líf.
Mynd, 1990.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Sigurð Ingólfsson

Súgur
Til þín