39
Ég gæti sagt: Ókei, þú ert kynþokkafyllsti maður í heimi
og mig langar til að ríða þér.

En þá minnist ég augna þinna sem mig langar að drukkna í,
tryllt, frávita af einmanaleika.  
Elísabet Jökulsdóttir
1958 - ...
Úr nýútkominni ljóðabók Elísabetar - Vængjahurðin.


Ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur

46
39