

Kaffi hátt skal hrósið veitt
heims um áttir kunnar;
það hefur máttug rétt til reitt
ríklund náttúrunnar.
Hreinsar blóðið, hita ljær,
hroll frá þjóðum tekur,
svalar móðum, svita´ út slær,
sálir hljóðar vekur.
Eyðir doða, aflar mörs;
ei hef ég skoðun ranga -
mörgum boðar fylling fjörs,
færir roða´ á vanga.
Hrindir leti, herðir kapp;
hvað mun betur þakkað?
Kaffi met ég mesta happ,
meðan get það smakkað.
heims um áttir kunnar;
það hefur máttug rétt til reitt
ríklund náttúrunnar.
Hreinsar blóðið, hita ljær,
hroll frá þjóðum tekur,
svalar móðum, svita´ út slær,
sálir hljóðar vekur.
Eyðir doða, aflar mörs;
ei hef ég skoðun ranga -
mörgum boðar fylling fjörs,
færir roða´ á vanga.
Hrindir leti, herðir kapp;
hvað mun betur þakkað?
Kaffi met ég mesta happ,
meðan get það smakkað.
Ljóðið ,,Kaffilof er tekið úr bókinni Stúlka, eftir JúlíönuJónsdóttur frá Akureyjum. Bókin sem gefin var út á Akureyri árið 1876 er merkileg fyrir margar sakir, ekki síst þær að hér er um að ræða fyrstu ljóðabók sem gefin var út eftir konu á Íslandi.