Fangelsi
Fangelsið ber ég líkt og ljón,
en fastar járngrindur forlaganna
fjörið, viljinn og kraftur manna
megna þær ekki að mola í spón.
Mig dreymir oft að drottins hönd
fangelsið slíti og fjötra sundur,
en finn þegar rofnar svikull blundur
að svo halda mér hin sömu bönd.
en fastar járngrindur forlaganna
fjörið, viljinn og kraftur manna
megna þær ekki að mola í spón.
Mig dreymir oft að drottins hönd
fangelsið slíti og fjötra sundur,
en finn þegar rofnar svikull blundur
að svo halda mér hin sömu bönd.
Ljóðið ,,Fangelsi" er ekki beint dæmigert fyrir kveðskap Páls, og kveður þar við nokkuð annan tón en í mörgum þekktari ljóða hans. Í ljóðinu finnur höfundurinn fyrir smæð sinni og hve lífið, aðstæður þess og umhverfi, býr honum þröngar skorður og heldur honum föstum eins og fangelsi.