Fangelsi
Fangelsið ber ég líkt og ljón,
en fastar járngrindur forlaganna
fjörið, viljinn og kraftur manna
megna þær ekki að mola í spón.

Mig dreymir oft að drottins hönd
fangelsið slíti og fjötra sundur,
en finn þegar rofnar svikull blundur
að svo halda mér hin sömu bönd.
 
Páll Ólafsson
1827 - 1905
Ljóðið ,,Fangelsi" er ekki beint dæmigert fyrir kveðskap Páls, og kveður þar við nokkuð annan tón en í mörgum þekktari ljóða hans. Í ljóðinu finnur höfundurinn fyrir smæð sinni og hve lífið, aðstæður þess og umhverfi, býr honum þröngar skorður og heldur honum föstum eins og fangelsi.


Ljóð eftir Pál Ólafsson

Lausavísur
Ég vildi feginn verða að ljósum degi
Þögul Nóttin
Án titils
Ragnhildur
Lóan er komin
Haustið
Fangelsi
Lífs er orðinn lekur knör
Sumarkveðja
Tíminn