Lóan er komin
Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefir sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vakna og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.
 
Páll Ólafsson
1827 - 1905


Ljóð eftir Pál Ólafsson

Lausavísur
Ég vildi feginn verða að ljósum degi
Þögul Nóttin
Án titils
Ragnhildur
Lóan er komin
Haustið
Fangelsi
Lífs er orðinn lekur knör
Sumarkveðja
Tíminn