þakklát
Morgungeislinn brýtur sig í gegn
gluggann minn.
Og leggur sinn fagra geisla
á mína kinn.
Söngur nýja dagsins dansar ljúflega
við eyrun mín.
Blíðlega opna ég augun úr draumi og
lít á þessa guðdómlegu sýn.
Þú sem sefur á hliðinni mér
svo öruggur og frjáls.
Ég kökkna yfir þessari dýrð og
gleðitárin renna niður minn háls.  
Nitakrus
1983 - ...


Ljóð eftir Nitakrus

Dul
Að finna
Ástin
Road
Nætur
þakklát
ónefndur titill
Vesæli tími