Í dagsins önn
Í augnaráði ýsunnar sá hann andlit sinnar heittelskuðu birtast.
Niður bringspalirnar rann strigakennd vellíðunarbylgja, hnitaði hringi - hringi kringum naflan - hring eftir hring.
Þegar þorskur og ýsa voru slægð og komin niður í lest fór hann á fötuna sem hafði beðið hans þögul og velviljuð fyrir aftan stýrishús.
Á meðan hann naut fötunnar, reykti hann sér cígarettu, horfði á fuglana og skýin og reykinn upp úr skorseininum.
Hugurinn hvarflaði til og frá, reis og hneig eins og skipið á öldum hafsins.
En þegar hann var rétt stðinn upp og var að troða skyrtunni ofan í buxurnar, slitnaði blökkin niður úr gálganum og eyðilagði fötuna.
Þetta þókti mönnum snotur tilviljun og hengdu fjárans blökkina upp í gálgann aftur.  
Jóhannes Ragnarsson
1954 - ...


Ljóð eftir Jóhannes Ragnarsson

Í dagsins önn
Heilræði