Ein lítil stelpa
Lítil stelpa biður um frið
lítil stelpa með stríð sér við hlið
hve illa má lítilli stelpu líða
þegar hún þarf eftir frið að bíða.

Á öðrum stað á hnettinum
kvartar fólk yfir heimiliskettinum
hve heppin þau eru þau ekki sjá
að hús þau eiga og mat þau fá.

En þetta litla stelpan skilur
um það hún hugsar er hún brauðið mylur
að hún vildi á litlu landi eiga hús
og kúra þar eins og lítil mús

Á því landi er ekkert stríð og engin ömurleg stórskotahríð
bara hún fjölskyldan og friðurinn
og fallegir sjávarniðurinn.  
Tinna
1989 - ...


Ljóð eftir Tinnu

Ein lítil stelpa
Ástin mín eina