drengurinn
hóf úlpuna eins og segl yfir höfuð sér
og beitti henni upp í vindinn
sæstrokinn og frískandi vindinn

drengurinn hló og hrópaði
en vindurinn var hraustur
og hrakti drenginn upp fjöruna

drengurinn felldi úlpuna sína
og gekk á ný til sjávar  
Helgi Hjálmtýsson
1964 - ...


Ljóð eftir Helga Hjálmtýsson

Varðmaðurinn
drengurinn
geim
hugsa