geim
mjúk, ólgandi moldin
fólg leyndardóminn

svört moldin

við pabbi klofuðum yfir girðinguna
og hófum vígreifir verkið

svört, sorfin moldin
hripaði milli fingra gaffalsins
litríkar kartöflur spruttu fram
og öðluðust annað líf í rauðu plastfötunni

jarðfarar á ljóshraða  
Helgi Hjálmtýsson
1964 - ...


Ljóð eftir Helga Hjálmtýsson

Varðmaðurinn
drengurinn
geim
hugsa