

mjúk, ólgandi moldin
fólg leyndardóminn
svört moldin
við pabbi klofuðum yfir girðinguna
og hófum vígreifir verkið
svört, sorfin moldin
hripaði milli fingra gaffalsins
litríkar kartöflur spruttu fram
og öðluðust annað líf í rauðu plastfötunni
jarðfarar á ljóshraða
fólg leyndardóminn
svört moldin
við pabbi klofuðum yfir girðinguna
og hófum vígreifir verkið
svört, sorfin moldin
hripaði milli fingra gaffalsins
litríkar kartöflur spruttu fram
og öðluðust annað líf í rauðu plastfötunni
jarðfarar á ljóshraða