Brothætt barn.......
Hún gengur inn ganginn
þungum skrefum
með blæðandi hjarta
í krepptum hnefum,
hún þegir sem gröfin
og dregur á langinn
andardrátt dauðans
í vestanvinds höfum.

Barn er að utan
með líkama ungan
snertur í húmi
hún stynur svo þungan,
blóðug og hrufluð
hnipruð í rúmi
alein í heimi
sálin svo trufluð.

Gömul sem jörðin
í dómsdagsins eldi
berfætt hún gengur
brothætt um svörðinn
langar að lifa
og leika sér lengur
lítur til himins
á stjarnanna strendur.


 
Særún
1963 - ...


Ljóð eftir Særúnu

Augun þín
Sonur minn
Brot af degi.
Sumar ástir endast ekki
Óður til lífsins.
Augun
Dóttir mín.
Angels song.
Born to be born again.
Dóttir mín 2
Guðbjörg Líf ,dóttir mín.
Draumsýn
Viskan.
Frelsun.
Friður.
Gyðjur ljóssins.
Mamma.
If I could.
Ljósálfar.
Sólarkoss.
Við erum lífið :)
Lítilsvirðing.
Óminnislög.
Þráður.
Elskhugi.
Endastöð.
2 stutt ljóð.
Time to die ?
Tréð mitt.
Kjarni.
Þakkargjörð.
Flugtak.
Vængjaður hestur.
Börn mánans.
Ef ég væri.!
Stjarnan.
Ljós.
Sólstafir.
Haustið.
Sálin.
HRÍM.
Leiðarljós.
Kossinn....
Brothætt barn.......
Angels Land
Angel of Light
Friðarljós
Miðnæturvals
Myrkvuð Augu
Sunflowers
Vorkoma
Spor
Röddin í Regnboganum
Ég geng um í draumi
Hvert sem ég horfi
Fall from grace
Traust
Lára Þöll (dótturdóttir mín)
Gæla
Stúlka Ljóssins