Rósa frænka.
Blóðsúthellingin er byrjuð
tímasprengjan sprakk.
Mánuð eftir mánuð.
Ár eftir ár.
Verkirnir njóta þess að minna á sig.
Köldum svita
bíð ég velkomin
og þakka honum fyrir síðast
allt fer í taugarnar á mér
jafnvel ég sjálf
að vera kona með blóð.
Því þrátt fyrir pottþéttu dömubindin
þá líður mér ekki vel.  
Bylgja
1962 - ...


Ljóð eftir Bylgju

Manstu !?
Já þú
Rósa frænka.
Þekki þig.