Litlir guttar
Litlir guttar í kábojaleik,
með hatt, belti og byssu.
Skjóta þennann, ræna hinn
þeir gera alls enga skyssu.
Rólóinn breytist í frumskóginn
er Tarzan grípur í kaðal.
Jane horfir á með aðdáun.
Þessi leikur er aðal.
Út á völl, galvaskir
mæta "Best og Charlton" með bolta.
Leika listir, efnilegir
og gera pabba sína stolta.
Bíladellan byrjar snemma
þá Matchbox bílarnir bruna.
Eðalvagnar, svo sannarlega
já, þessum leik þeir una.
með hatt, belti og byssu.
Skjóta þennann, ræna hinn
þeir gera alls enga skyssu.
Rólóinn breytist í frumskóginn
er Tarzan grípur í kaðal.
Jane horfir á með aðdáun.
Þessi leikur er aðal.
Út á völl, galvaskir
mæta "Best og Charlton" með bolta.
Leika listir, efnilegir
og gera pabba sína stolta.
Bíladellan byrjar snemma
þá Matchbox bílarnir bruna.
Eðalvagnar, svo sannarlega
já, þessum leik þeir una.