

Vaskurinn í eldhúsinu,
er dropateljari lífsins
í seilingarfjarlægð.
svarti kötturinn,
skýst undir borðið.
Kertið á stóra stofuborðinu,
er stefið í eyrum hans.
Svarti kötturinn kitlar veiðihárin.
Regnið á rúðunni,
er reiður grátur móðurinnar
er missti barnið sitt.
svarti kötturinn
skýst undan borðinu.
- Því svarti kötturinn,
svarti kötturinn undir borðinu,
Hefur sínum skyldum að gegna. -
er dropateljari lífsins
í seilingarfjarlægð.
svarti kötturinn,
skýst undir borðið.
Kertið á stóra stofuborðinu,
er stefið í eyrum hans.
Svarti kötturinn kitlar veiðihárin.
Regnið á rúðunni,
er reiður grátur móðurinnar
er missti barnið sitt.
svarti kötturinn
skýst undan borðinu.
- Því svarti kötturinn,
svarti kötturinn undir borðinu,
Hefur sínum skyldum að gegna. -