Tilhlökkun
Ég kom þjótandi niður götuna
með bréfpoka undir hendinni.
Kötturinn hljóp á eftir mér
með glirnurnar spenntar af tilhlökkun.
Ég fann ilminn læðast upp úr pokanum,
svona sykursætan ilm.
Ég hjólaði fyrir hornið og lagði fyrir utan húsið.
Drullug upp að hnjám starði ég ofan í pokann,
fann tárin leka niður kinnarnar,
saug upp í nefið, sleppti pokanum
hljóp í burtu.
 
Gunnur Ósk án efa
1978 - ...


Ljóð eftir Gunni Ósk án efa

Tilhlökkun
Án titils
Kryddaður hversdagsleikinn
Kannt ekki að dansa