Kaldhæðni
Vísvitandi tók ég byssuna
og hleypti af,
hlaðin þungum blýskotum.
Eitt, tvö, þrjú
og það varst þú sem fékkst þau í bringuna og
féllst á gólfið og skerandi óp bergmálaði um herbergið.
Ugla sat á kvisti, átti börn og missti...
og mamma þín grét.
Fyrirgefðu ég sá þig ekki
þar sem þú stóðst og hlóst að mér.
Íní, míní, mæní, mó...
núna var það ég sem hló.  
Aðalheiður Hoblyn
1983 - ...


Ljóð eftir Aðalheiði Hoblyn

Kaldhæðni
ónefnt
Eldhúsmartröð