Fögur er foldin
Fögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.

Kynslóðir koma,
kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei
eilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.

Fjárhirðum fluttu
fyrst þann söng Guðs englar,
unaðssöng , er aldrei þver:
Friður æa foldu,
fagna þú, maður,
frelsari heimsins fæddur er  
Matthías Jochumsson
1835 - 1920


Ljóð eftir Matthías Jochumsson

Fögur er foldin
Minn friður
Lífsstríð og lífsfró
Eggert Ólafsson
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
Ég fel í forsjá þína
Á jólum
Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Lofsöngur
Börnin frá Hvammkoti
Minni kvenna
Íslensk tunga
Volaða land
Bjargið alda
Jólin 1891