Draumur
Þú ert í mínum draumi
eins og alda sem hvolfist yfir
hrífur mig burt.
Þú ert mér
eins og regn
fyrir skrælnaða jörð
Sólskin í myrkri,
ást gegn hatri,
Yndislegt,
Ég horfi í augu þín
sekk og sekk,
dýpra og dýpra
vil hverfa í þau
vera um alla eilífð,
þín.
 
Ásdís Jónsdóttir
1943 - ...


Ljóð eftir Ásdísi Jónsdóttur

Lítið hús
Draumur
Sunnudagsmorgunn
Aðfangadagskvöld