Aðfangadagskvöld
Eftirvænting í barnsaugunum
tilhlökkun - jólagjafirnar -
loks er klukkan sex,
jólabjöllurnar hringja
hátíð ljóssins gengin í garð
fólkið í sparifötunum
gleði og ánægja ríkjandi.

En gleði og sorg eru systur
sem skiptast á.
Þegar fólkið fer að sofa
læðist lítil stúlka út að glugga,
horfir upp í stjörnubjartan himinn,
horfir út í jólanóttina.

"þú sem ert þarna einhversstaðar
hjá stjörnunum og Guði,
kannske líka hjá mér
þótt ég sjái þig ekki.
Ég kveiki fyrir þig fallegt kertaljós,
það er jólagjöfin mín til þín."
 
Ásdís Jónsdóttir
1943 - ...


Ljóð eftir Ásdísi Jónsdóttur

Lítið hús
Draumur
Sunnudagsmorgunn
Aðfangadagskvöld