Aðfangadagskvöld
Eftirvænting í barnsaugunum
tilhlökkun - jólagjafirnar -
loks er klukkan sex,
jólabjöllurnar hringja
hátíð ljóssins gengin í garð
fólkið í sparifötunum
gleði og ánægja ríkjandi.
En gleði og sorg eru systur
sem skiptast á.
Þegar fólkið fer að sofa
læðist lítil stúlka út að glugga,
horfir upp í stjörnubjartan himinn,
horfir út í jólanóttina.
"þú sem ert þarna einhversstaðar
hjá stjörnunum og Guði,
kannske líka hjá mér
þótt ég sjái þig ekki.
Ég kveiki fyrir þig fallegt kertaljós,
það er jólagjöfin mín til þín."
tilhlökkun - jólagjafirnar -
loks er klukkan sex,
jólabjöllurnar hringja
hátíð ljóssins gengin í garð
fólkið í sparifötunum
gleði og ánægja ríkjandi.
En gleði og sorg eru systur
sem skiptast á.
Þegar fólkið fer að sofa
læðist lítil stúlka út að glugga,
horfir upp í stjörnubjartan himinn,
horfir út í jólanóttina.
"þú sem ert þarna einhversstaðar
hjá stjörnunum og Guði,
kannske líka hjá mér
þótt ég sjái þig ekki.
Ég kveiki fyrir þig fallegt kertaljós,
það er jólagjöfin mín til þín."