Til þín
Ég loka augunum og hugur minn leitar til þín
mér hlýnar örlítið og ég gleymi mér um stund,
skrýtið hvað tíminn breytti allri minni sýn
á lífinu..ástinni, og leiddi hana á minn fund.

Ég brosi er ég hugsa aftur,allt er svo breytt,
þegar þú vaktir hjá mér hræðslu og hik,
ég vissi ekki að ég myndi elska þig, elska þig svo heitt
en það tók aðeins augnablik.

Þótt nóttin sé köld og hræðslan mig lamar
Þá færðu mig til að sjá allt það góða sem ég hef
þú umvefur mig öryggi, ást, en öllu framar
Þá færðu mig til að dreyma vel er ég sef.
 
L@dy
1982 - ...
óklárað


Ljóð eftir L@dy

Ástin mín
Til þín