Leit að mannlegri tilveru - Dagur III
Síðasti sólargeislinn
skein inn í kalt steinhúsið.
Autt.
Stóll í grjótauðninni.
Maður.
Gleraugu.
Bók.
Les fornkínverskt letur
og reykir mahónílitaða pípu.
Blár reykurinn er fortíðin
og hverfur upp í myrkrið
handan ljósaperunnar.
Tungan ei hrærist
en eyrun heyra.
Dánarfregnir og jarðarfarir
er eini dagskrárliðurinn.
Tunglið tekur mig.
skein inn í kalt steinhúsið.
Autt.
Stóll í grjótauðninni.
Maður.
Gleraugu.
Bók.
Les fornkínverskt letur
og reykir mahónílitaða pípu.
Blár reykurinn er fortíðin
og hverfur upp í myrkrið
handan ljósaperunnar.
Tungan ei hrærist
en eyrun heyra.
Dánarfregnir og jarðarfarir
er eini dagskrárliðurinn.
Tunglið tekur mig.