Eins og máltækið segir?
Lægðin yfirþyrmandi, niður á mínar herðar fellur frá grámyglu skýjuðum himninum sem öskrar á mig, blákalt, kolsvart og ég
fell niður á næstu línu kylliflatur.

Yfirbugaður spyr ég ímyndaðan hugann: "hefur of mikið verið lagt á mínar herðar?" en þá máltækið svarar mér um hæl með háðslegu glotti: "Guð leggur ekki meira á herðar fólks en það getur borið" ég svara þá Guði: "Guð minn góður, þú hefur fellt mig niður á...










neðstu línu helvítis!"




 
Eilífur Ófeigson
1984 - ...


Ljóð eftir Eilíf Ófeigson

Eins og máltækið segir?
Friðþæging Hjartans