Friðþæging Hjartans
Ég smeygi mér inn í ríki kyrrðar uppsprettunnar umvafinn kærleika þar sem viskan ræður ríkjum. Ég leggst í þögnina og fell í algleymi, fell í faðm ástar á sköpun lífsins og tilvistar alheims.
Þá vitund verundar geislar bláum verndandi regnbogageislum á veg minn... á vegi mínum heim í hjarta.

Ég sný að lokum aftur frá ríki kyrrðar þar sem viskan ræður ríkjum umvafinn frið í faðmi kærleikans. Ég opna dyrnar og halla þeim aftur í hálfa gátt á eftir mér.
 
Eilífur Ófeigson
1984 - ...


Ljóð eftir Eilíf Ófeigson

Eins og máltækið segir?
Friðþæging Hjartans