Áhrif
Stundum... velti ég því fyrir mér hvað það er sem dregur mig að þér.

Getur það verið hvernig þú kemur fram við mig? Hvernig þú tekur mér eins og ég er? Hvernig þú gerir ekki engar væntingar til mín? Hvernig þú hlærð með mér en ekki að mér? Hvernig þú hlustar á það sem ég hef að segja? Hvernig þú skilur það sem ég segi við þig? Hvernig þú gleður mig með jákvæðni þinni? Hvernig þú bregst við atlotum mínum? Hvernig þú æsir mig einfaldlega með nærveru þinni?

Hmmm.., er nokkur þörf á að velta þessu frekar fyrir sér?  
ArnarsA
1968 - ...


Ljóð eftir ArnarsA

Vitinn í landi
Unglingar og börn
Glimp in the eye
Nærvera, snerting . . . ORÐ
Áhrif
Þegar þær sofna..