Kærkomnar tilviljanir
Hleypa fram gleðitárum og í gegnum þau skynjum við dýrð heimsins í svifsjón, líkt og hann speglaður sé á vatnsfleti. Það er eins nálægt því og við komumst að upplifa unaðsóm veraldarinnar þar sem hún sleppir út nótnaskölum af tilfinningum, voldugt tónabrim sem sameinar hin hreinu hjörtu og hugi þeirra sem trúa á lífið. Sýnin er þó ófullkomin, gárótt og blekkjandi þar sem minnsta hnjask eða atburður getur komið af stað bylgjuhreyfingu sem skekkir myndina, og sama hvað við reynum þá getum við ekki lagað hana, tekið aftur atburðinn. Ekki frekar en við getum reynt að móta vatnið.  
Sindri
1985 - ...


Ljóð eftir Sindra

Vögguljóð
Tákn tónanna
Kærkomnar tilviljanir
Díonysískur heimur