Leitin
Í háum hælum vafraði um
einn hrímkaldan dag og leitaði þín
Kallaði með vörum kulnuðum
kallaði lágt, komdu til mín

Af mér rann regnið blautt
er rýndi í virtist vonlausri leit
Náföl snót með nefið rautt
Kuldinn nísti, samt var ég heit

Niður vangann vatnið rann
inn varir læddist beiskt og salt
Ég leitaði og loksins fann
Lítið hjarta, hrætt og kalt

Einn dag ég gleymdi að þessa dýrð
Drottinn skapaði handa mér
Þú ert barnið hans og í mér býrð
Blessun hans er yfir þér


 
Maren
1979 - ...


Ljóð eftir Maren

Leitin
sæktu mig