Leit að mannlegri tilveru - Dagur IV
Tunglið setti mig út
í rósagarðinum.
Eitruð býfluga sýgur
sykursætt blóðið úr mér.
Rósailmurinn.
Grasið syngur mjúklega
við fætur mínar.
Hæsta greinin er gálginn.
Ljóshærði pilturinn bíður
í trjátoppunum.
Óhrein börn Guðs
þvegin hrein í dögginni.
Einn líkami og tvær sálir.
Myrkrið
 
Klemenz Bjarki
1975 - ...


Ljóð eftir Klemenz Bjarka

Yfir hafið
Að eilífu
Ágústlok
Þjóðtrúin lifandi komin
Leit að mannlegri tilveru - Dagur I
Minningar
Leit að mannlegri tilveru - Dagur II
Leit að mannlegri tilveru - Dagur III
Leit að mannlegri tilveru - Dagur IV