

Ég er kominn aftur, hlusta á nemendur sem taka sig alvarlega, kennara sem taka sig alvarlega. Þung andlit, þungt andrúmsloft, hér eru allir svo þunglyndir. Gáfumenni á erlendri tungu, ég er hér, hugsa að ég taki mig ekki of alvarlega, þess vegna er ég mun alvarlegri en allir hinir sem taka sig alvarlega.