Hvar
Hvar í loftinu er orðið
Orðið sem ég leitaði er ég kvaddi þig
Það er eins og það hafi farið
og hafið flug sitt suður með fuglunum
í takt við vindinn


Hvar í alheiminum ert þú?
Þú sem faðmaðir mig og þerraðir tárin
með hendi þinni, tárin
sem runnu eins og fossinn
í takt við bergið
 
LB
1980 - ...


Ljóð eftir LB

Ferð Fyrirgefningar
Sorgin hefur fæðst
Sólskín
Hvar
Ekkert svar