Örvænting!
Um harðfenni vitstola hugur minn reikar
þar hefnist þeim illu, en myndir svo sárar
þar birtast og dvelja, en drjúpa svo höfði
því draugar þar búa og djöflar og árar.
Ég gæti ekki losnað þó glaður ég vildi,
ég græt ekki lengur það skipið sem sigldi.
Í huga mér ber ég samt mynd af þeim skildi
er skýrir mér leið gegnum myrkur og él.  
Stefán Jökull Jónsson
1978 - ...


Ljóð eftir Stefán Jökul Jónsson

Örvænting!
Staðfesting