Litla Barn
Brostið hjarta
brostnar vonir,
aðeins minning
í hjarta mér.

Ég þráði
að finna,
fyrir litlu
höndunum þínum.

Mjúkum
kinnum þínum.

En hér
sit ég ein.
Svo óra, óra
langt í burtu.

Ó, elsku
litla barn,
bara að
ég gæti
komið og
faðmað þig.

Haldið á þér,
huggað þig.

Litla barn,
ég mun
alltaf
elska þig.  
Jóhanna María
1976 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu Maríu

Hungur
Litla Barn