Faðirinn.
Með brúnt hár,
komið smá hvítt í skeggið.
Myndalegr maður,
þreyttur samt sem áður.

Ég þekki þennann mann,
en ég veit ei af hverju.
Í sveitinni býr hann.

Ég fann hann á hesti,
rétt út í móa.
Hann skellti mér á bak,
og sagði mér að hóa.

Ég fann hvernig
hesturinn feykti mér áfram.
Vindurinn um vanga mína lék.

Ég leit aftur,
sá hann hvergi.
Ég fann skeggið hans á mínum vanga.
Ég vissi að hann væri farinn.
Og hann kæmi ekki aftur.  
Dóttirin
1988 - ...


Ljóð eftir Dótturinni

Tár
Faðirinn.
Söknuður.