

Besti vinur minn er skugginn,
sem læðist á eftir mér,
sá næsti er stofuglugginn,
sem enginn í raun sér.
Við Skugginn og Glugginn,
saman fórum á bar,
nakinn stendur skugginn,
en enginn sér hann þar.
Ákváðum því, ég og Glugginn,
klæðum okkur úr,
þá hverfa Glugginn og Skugginn
en ég er settur í búr.
Menn mig skoða,
hvergi er Skugginn,
Meðöl í mig troða,
hvergi er Glugginn.
Ég ekkert borða,
faðma ímyndaðan skugga,
tek aldrei til orða,
þeir kalla mig öfugugga.
Ég sakna þeirra beggja,
herra Skugga og Glugga,
villtu á minnið leggja
að heilsa Glugga og Skugga.
sem læðist á eftir mér,
sá næsti er stofuglugginn,
sem enginn í raun sér.
Við Skugginn og Glugginn,
saman fórum á bar,
nakinn stendur skugginn,
en enginn sér hann þar.
Ákváðum því, ég og Glugginn,
klæðum okkur úr,
þá hverfa Glugginn og Skugginn
en ég er settur í búr.
Menn mig skoða,
hvergi er Skugginn,
Meðöl í mig troða,
hvergi er Glugginn.
Ég ekkert borða,
faðma ímyndaðan skugga,
tek aldrei til orða,
þeir kalla mig öfugugga.
Ég sakna þeirra beggja,
herra Skugga og Glugga,
villtu á minnið leggja
að heilsa Glugga og Skugga.