Sjónræn sýndarmennska
Sýnin blekkir mannsins anda,
sýnir ljósin fanga lífsins anga.
Ranga daga langa blekkir oss,
lífsins hraða heljarmikla foss.

Sjónin segir okkur satt ?
Sýndarmennskan undir kraumar!
Hvað er lygi ? Hvað er sagt ?
Hvursvegna er þetta á okkur lagt ?

Sérhver sýn er okkar spes,
það sem hver maður sér til les.
Sjónræn sýndarmennska er glundurhnoðri,
stjórnaðu þínu eigin stjórnborði.


 
Jafet
1979 - ...


Ljóð eftir Jafet

Hugur heimsins
Sjónræn sýndarmennska