Þrusk
ég heyri þrusk í þessu djúpa húmi,
eitt þrusk sem berst mér gegnum augnalokin
og þögnin er þess eina verksummerki
lágt þrusk sem vekur mig í mínu rúmi
svo máttugt að mín værð er burtu rokin,
og hvíslar að mér heilu listaverki
það gegnum myrkrið lævíslega svífur
og leitar á mig þar sem ég ligg nakinn,
um nóttina það dreifir sínu smiti
það reynist eiga bit sem beittur hnífur
og brunagadd sem nístir eins og klakinn
við hljóm þess sprettur á mér svalur sviti
ég bíð en þruskið heyrist ekki aftur
og engin svör mér skiljanlega gefur
sú kyrrð sem ekki kemur frá sér hljóði
eitt lágvært þrusk, nú þrotinn er þess kraftur
og það er kannski draumur manns sem sefur
en ég skal gera það að þessu ljóði
þrusk
eitt þrusk sem berst mér gegnum augnalokin
og þögnin er þess eina verksummerki
lágt þrusk sem vekur mig í mínu rúmi
svo máttugt að mín værð er burtu rokin,
og hvíslar að mér heilu listaverki
það gegnum myrkrið lævíslega svífur
og leitar á mig þar sem ég ligg nakinn,
um nóttina það dreifir sínu smiti
það reynist eiga bit sem beittur hnífur
og brunagadd sem nístir eins og klakinn
við hljóm þess sprettur á mér svalur sviti
ég bíð en þruskið heyrist ekki aftur
og engin svör mér skiljanlega gefur
sú kyrrð sem ekki kemur frá sér hljóði
eitt lágvært þrusk, nú þrotinn er þess kraftur
og það er kannski draumur manns sem sefur
en ég skal gera það að þessu ljóði
þrusk