Ennþá kliðar hún
Ég fann að lokum þá lind sem ein gat
gefið langþráða svölun mínum þorsta og hjarta.
Í kyrrð hjá henni eitt kvöldið ég sat
og úr klöppinni vatninu jós.
Á grein söng þröstur sinn bljúgasta brag
meðan bjarminn af sólsetrinu lindina gyllti.
Þar sá ég kvikna hinn dýrasta dag
og í dögginni lifnaði rós.
Ennþá kliðar hún, þó að augum mínum hún sé horfin
og hulin af sinu sé lindin, sem eitt sinn var.
Nú er þornaður kletturinn þar sem hún streymdi
en þögnin hið einmana svar.
gefið langþráða svölun mínum þorsta og hjarta.
Í kyrrð hjá henni eitt kvöldið ég sat
og úr klöppinni vatninu jós.
Á grein söng þröstur sinn bljúgasta brag
meðan bjarminn af sólsetrinu lindina gyllti.
Þar sá ég kvikna hinn dýrasta dag
og í dögginni lifnaði rós.
Ennþá kliðar hún, þó að augum mínum hún sé horfin
og hulin af sinu sé lindin, sem eitt sinn var.
Nú er þornaður kletturinn þar sem hún streymdi
en þögnin hið einmana svar.
Ort við lagið Annas visa eftir Leif Göras