

Leggst niður
og reyni að detta úr sambandi,
einhverskonar nirvana frá amstri hversdagsins.
Hugsanir flæða inn um kúpuna
og halda áfram út á við
í heimsókn til nágranna míns
sem aðeins seilist eftir hugarró
líkt og ég.
Einhverskonar útvarpsbylgjur
sem deyja ekki, sækja á mig
kveld eftir kveld.
Loksins stekk ég síðan á einum fæti
inn í hyldýpi algleymisins...
...flótti...
sem varir í fáeina klukkuhringi.
Ranka við mér úti í horni,
á afarþægilegum járngormum.
Alheill
og fleygi mér út í,
sömu undarlegu hringrásina á ný.
og reyni að detta úr sambandi,
einhverskonar nirvana frá amstri hversdagsins.
Hugsanir flæða inn um kúpuna
og halda áfram út á við
í heimsókn til nágranna míns
sem aðeins seilist eftir hugarró
líkt og ég.
Einhverskonar útvarpsbylgjur
sem deyja ekki, sækja á mig
kveld eftir kveld.
Loksins stekk ég síðan á einum fæti
inn í hyldýpi algleymisins...
...flótti...
sem varir í fáeina klukkuhringi.
Ranka við mér úti í horni,
á afarþægilegum járngormum.
Alheill
og fleygi mér út í,
sömu undarlegu hringrásina á ný.