Líf Án Þín
Inni í skýjunum sá ég nafn þitt skrifað og bjarminn og ylur mig tók.
Þegar horfi ég betur sé ég andlit þitt föla og tárin sem leka á kinn.

Ég elska þig heitar en orð geta tjáð en okkur var ekki ætlað saman,
og sé ég það betur ef að er að gáð
hversu heitt ég þrái þig.

Ef gyðjurnar leyfa og guðirnir góðir
fáum við að vera aftur tvö.
En ég veit að þú vildir ekkert meira
en ég lifði fyrir okkur saman.

Ég horfi í gegnum tárin
á lífsleið mína og sé hana ekki án þín
en einhvertíman í ókominni framtíð
verðum við aftur tvö.
 
Perla Dís Ragnarsdóttir
1985 - ...
Bróðir minn lést árið 2000 og er þetta til minningar um hann


Ljóð eftir HUH?

Líf Án Þín
Himnanna Hálfkák
U.S.A
R.I.P