Skil ekki...
Skil ekki......

Þögnina, sem er þrúgandi
Biðina, sem er slítandi
Söknuðinn, sem fer ekki
Ástina, sem er svo ólík

Veit ekki....

Hvað þú ert að hugsa
Hvað þér finnst
Hvað á að halda
Hvað er og verður

Ég veit og skil....

Ég er ástfanginn
 
Einar
1959 - ...


Ljóð eftir Einar

Skil ekki...
Fjarbúð