Loftleysi
Að sitja einn og kafna, kvöl
með tóma hendi, kaldsveittur
horfa á litlausan vegginn, böl
augun síga, orðinn frekar þreyttur

Kyssi með kinninni gólfið kalda
fell út, um annan heim þeysi
ég ólga, mig strýkur stór alda
ég er sagður látinn úr....loftleysi



 
Gauti
1988 - ...


Ljóð eftir Gauti

Hornið mitt
Mynd
Loftleysi