Draumaheimur
Hér, þessi heimur, ekki er
en án þess þó að hann burt fer.
Við lifum hér án grunsemda flest
nema þeir sem vita mest.

Það eru vélar er horfa
er við liggjum tengd,
þurfum eigi að borða
og tíminn í lengstu lengd.

Sérstakir liðsmenn
saman vinna að sigri,
en hjálp hins eina
er þörf til að ekki komi til meina.

Innan liða leynist
oftar en ekki Loki
sem kemur ávallt í veg fyrir
að ferlinu áfram þoki,
já hið stóra ferli
sem öll við þurfum
til að upplifa það
er áður var,
áður en við hurfum,
raunveruleikan sjálfan.

Hvort fólkið er tilbúið
því miður vita það fáir
en það sem bjargvættirnir vita
er að frelsunina vilja allir.

Vitneskjan endist aldrei
í þeim öruggu höndum er hún byrjar
því Loka er sjaldan hægt að koma
undir órjúfanlegar þiljar.

Árangursins ber að gæta...
fljótlega og fallega,
í síðasta hluta.  
Viðar Kristinsson
1985 - ...
Þetta er lítið ljóð sem ég samdi til að lýsa ákveðnum hlut, þið sem vitið hvað ég er að meina.....vitið hvað ég meina ;)


Ljóð eftir Viðar Kristinsson

Álfhildur
Draumaheimur
Andlitin
Áfengið