Áfengið
Hvað varð um hreinleikann...
hvaðan kom syndin?
Við höfum vafa engann,
það sem ræður er girndin.

Löngunin tekur okkur yfir,
annan heim er lifir,
þar sem annað deyr.
Viljum við meir?

Nú innbyrgt hef ég,
það sem ávallt ég fyrirbauð.
Yfir ég fór...
og sé eigi leiðina heim.

Kemur einhver til mín nú?
Undirmeðvitundin ræður ei en biður,
um að finnist innri friður,
í þessari brotnu sál.

Ljósið er sjáanlegt,
og nú loksins fáanlegt.
Hjálp minna vina,
náðu að lina...
þessa hingað til óbrjótandi þörf.  
Viðar Kristinsson
1985 - ...
Jamm og jæja...áfengið er alltaf skemmtilegt, kannski að ég hafi skrifað þetta undir áhrifum?


Ljóð eftir Viðar Kristinsson

Álfhildur
Draumaheimur
Andlitin
Áfengið