Ég horfi ein-
Í dag skein sól
á sundin blá
og seiddi þá,
er sæinn þrá.
Og skipið lagði
landi frá.
Hvað mundi fremur
farmann gleðja?
Það syrtir að,
er sumir kveðja.

Ég horfi ein
á eftir þér,
og skipið ber
þig burt frá mér.
Ég horfi ein
við ystu sker,
því hugur minn
er hjá þér bundinn,
og löng er nótt
við lokuð sundin.

En ég skal biðja
og bíða þín,
uns nóttin dvín
og dagur skín.
Þó aldrei rætist
óskin mín,
til hinsta dags
ég hrópa og kalla,
svo heyrast skal
um heima alla.
 
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
1895 - 1964


Ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Abba-labba-lá
Nú skil ég stráin -
Ég horfi ein-
Til eru fræ