Speed queen
            
        
    Dansandi, 
talandi,
hlæjandi,
kastarðu
höfðinu aftur
og slærð hárinu
daðurslega til.
Það er enginn,
nema ég,
sem sér sorgina
í augunum,
heyrir örvæntinguna
í hlátrinum.
Aðeins ég
sem veit
að trylltan dansinn
stígurðu
við dárana í höfði þér.
    
     
talandi,
hlæjandi,
kastarðu
höfðinu aftur
og slærð hárinu
daðurslega til.
Það er enginn,
nema ég,
sem sér sorgina
í augunum,
heyrir örvæntinguna
í hlátrinum.
Aðeins ég
sem veit
að trylltan dansinn
stígurðu
við dárana í höfði þér.

