Azazel
Ósjáandi,
óafvitandi,
leitaði ég þín
um ómælisvíddir
hins óþekkta.
Þú lagðir
hönd á öxl mér,
koss á kinn mér,
og dæmdir mig
verðugan skósvein.
Vel hefurðu kennt mér
og viljug var ég að læra.
En leit mín að þér
hefur borið mig
yfir landamærin.
Nú er sakleysið
annað land.
Mér er það lokað
um eilífð.
óafvitandi,
leitaði ég þín
um ómælisvíddir
hins óþekkta.
Þú lagðir
hönd á öxl mér,
koss á kinn mér,
og dæmdir mig
verðugan skósvein.
Vel hefurðu kennt mér
og viljug var ég að læra.
En leit mín að þér
hefur borið mig
yfir landamærin.
Nú er sakleysið
annað land.
Mér er það lokað
um eilífð.