

Þú dregur
snjóhvíta dúfu
úr loftinu einu.
Með vængjaslætti
hverfist hún í
dúnmjúkan klút
sem þú strýkur
um brjóst mér.
Með nettri sveiflu
breytist hann
í hjarta mitt,
blóðugt og titrandi
fyrir deyjandi augum mínum.
Og þú hneigir þig,
breiðir út faðminn
og hvíslar:
,,Töfrar!"
snjóhvíta dúfu
úr loftinu einu.
Með vængjaslætti
hverfist hún í
dúnmjúkan klút
sem þú strýkur
um brjóst mér.
Með nettri sveiflu
breytist hann
í hjarta mitt,
blóðugt og titrandi
fyrir deyjandi augum mínum.
Og þú hneigir þig,
breiðir út faðminn
og hvíslar:
,,Töfrar!"