TILBEIÐSLA
Ég tilbið Guð á hnánum nú
Komdu nú og kenndu mér
og segi við Guð minn í auðmjúkri trú
Guðs engla og stjörnur ég sé

Boðskapur þinn fyllir hjartans þrá
Tómið er farið og fyllt upp með bæn
Allt ég get, allt ég má
Fylgi guðsorðum sem eru mér væn

Innra mér fylgir guðsneisti skær
hann fylgir mér götur og strætistorg
Útum víðan fallega bæ
Þar hitti ég samt marga sem lifa í sorg

Þeir þrá eftir boðskap Guðs skapara
og í öngstræti
þeir hafa ekki séð það svartara
Hvert liggur leiðin nú
Þeir spyrja sig, eflaust er það trú.

Hjartað slær í takt við fótspor hvert
fólk vaknar upp við langa drauma
En vínið í maga er víst of sterkt
Innanklæða það vill því lauma

Tíminn er kominn, að leggjast á hné
og tilbiðja guð sinn og vona
Þótt Gosi sjálfur væri búin úr tré
Þá fékk hann líf, sí svona.




 
BOÐSKAPSINS SANNLEIKUR
1976 - ...


Ljóð eftir BOÐSKAPSINS SANNLEIK

LAMPI FÓTA MINNA
LJÓS HEIMSINS
FRIÐARPOSTULINN
KRAFTAVERK GUÐS
NÆRVERA GUÐS
VIÐ GUÐSALTARI BJARTA
KLAUSTURNUNNAN
ABBADÍSIN SOFNAR
ABBADÍSIN MIÐLAR BOÐSKAP
TILBEIÐSLA
MENNING OKKAR
TILGANGUR LÍFSINS
GUÐ HJÁLPAR MOSE
DRAUMUR MUNKSINS
FRIÐARSTAÐUR POSTULANS
KRISTNIBOÐSSTARF
ANDAGIFT
SJÁALDUR AUGNA ÞINNA
KONUNGURINN FÆDDUR
DYRNAR OPNAST
MEISTARANS SÖNGVAR