21. janúar 2025
Gestur Pálsson
Meira um höfund:
Gestur fæddist árið 1852 og kom nokkuð víða við yfir æfina, þó ekki yrði hann gamall. Sem ljóðskáld var hann ekki stórtækur, en sögur hans hafa haft þeim mun meiri áhrif, enda afburða vel skrifaðar, auk þess sem þær veittu mönnum nýja sín á tilveruna þegar þær birtust fyrst. Þá þótti Gestur snjall greinaskrifari og má segja að sem blaðamaður hafi áhrifa hans gætt einna mest. Gestur hélt utan og nam í Kaupmannahöfn en flosnaði upp úr námi. Þaðan hélt hann til Reykjavíkur og gerðist ritstjóri, fyrst Þjóðólfs og síðan Suðra. Skömmu áður en hann lést hélt hann aftur í víking og nú til Vesturheims þar sem hann gerðist ritstjóri Heimskringlu. Hann lést árið 1892 þar úti.